Baron de Ley Finca Monasterio 2012

FInca MonasterioMonasterio er spænska orðið yfir klaustur og finca mætti þýða sem vínhús eða það sem Frakkar kalla „chateau“. Þrúgurnar sem notaðar eru í þetta vín eru einmitt ræktaðar á ekrunum í kringum gamalt klaustur í suðurhluta Rioja, nánar tiltekið við Mendavia í Rioja Baja. Finca Monasterio er „nútímalegasta“ vínið frá Baron de Ley og það sem minnir mest í stílnum á stór og mikil Nýjaheimsvín

Dökkt, mjúkt og feitt, þroskuð sólber, plómur, töluvert af kaffi og vanillu, rjómakennt. Mjög mjúkt, kröftug en hrikalega mjúk og fín tannín. Mikið vín.

90%
Awesome

3.999 krónur. Módern og flottur Spánverji með nauti og mildri villibráð.

  • 9
Deila.