Marques de Casa Concha Merlot 2013

Casa ConchaConcha y Toro hefur verði leiðandi í víngerð í Chile eiginlega allt frá því að hún hófst og þetta merka fyrirtæki framleiðir enn alveg hreint ótrúlega góð vín undir merkjum margvíslegra vínhúsa. Concha y Toro er þó óneitanlega alltaf hjarta hússins og Casa Concha-línan er ágætt merki um það. Einnar ekru vín sem ætlað er að endurspegla hvað best tilteknar þrúgur.

Hér er það Merlot frá Peumo-ekrunni í Rapel-dalnum. Dökkt, mikil sólber, skógarber, þroskaðar plómur, kaffilmur, smá tóbak, tignarlegt, Kröftugt og mikið í munni, flott tannínuppbygging.

90%
Frábær kaup

2.999 krónur. Fábær kaup. Vín fyrir hreindýrið.

  • 9
Deila.