Apothic Red 2013

apothicApothic Red er kalifornískt rauðvín. Þrúgurnar koma af mismunandi svæðum, flestar úr Lodi og vínið er kokteill úr nokkrum þrúgum þar sem Zinfandel er fyrirferðarmest í bland við Merlot, Syrah og Cabernet Sauvignon.

Dökkt á lit, mjög sætur, ávöxtur, karamelliseruð epli, rjúpnablóð (já!), kirsuer í súkkulaði, brómberjasulta, krít, áfengt, mjúkt með þykkum og sætum ávexti.

70%
Awesome

2.179 krónur. Mikið vín með miklum sætum ávexti. Þolir ansi bragðmikinn mat.

  • 7
Deila.