Campo Viejo Reserva 2010

IMG_1903Árið 2010 var almennt séð afbragðs gott í Rioja á Spáni og því er ástæða til að hafa augun opin fyrir því þegar að vín úr þessum árgangi koma í sölu. Almennt eru Rioja-vínin geymd lengi bæði á tunnu og flösku áður en að þau koma á markað. Það eru því fyrst og fremst Reserva-vínin sem við eigum kost á núna, Gran Reserva-vínin eru enn ókomin.

Campo Viejo er eitt af stærstu vínhúsunum í Rioja og stíllinn yfirleitt nokkuð klassískur. Þetta er prýðis-reserva, farin að sýna léttan þroska, kirsuberjávöxtur, nokkuð kryddaður, örlítið kaffi ,negull og vanilla, eikað, vínið er mjúkt í tannínuppbyggingunni, fín sýra.

2.499 krónur. Góð kaup. Með nauti og lambi.

  • 8
Deila.