Gerard Bertrand Pic Saint Loup 2013

bertrand pic saint loupFranska orðið Pic þýðir tindur og Pic Saint Loup er einmitt fjallstindur sem að setur sterkan svip á sveitina í kring sem er um 20 kílómetra eða svo norður af borginni Montpellier í suðurhluta Frakklands. Þarna mætast tvö veðurfarsleg svæði, það þar sem Miðjarðarhafið er ríkjandi og það þar sem hálendið inni í landi ræður veðrinu. Við þetta myndast mjög forvitnilegar aðstæður fyrir vínrækt þar sem loftslagið er ögn svalara en á mörgum öðrum svæðum í Languedoc.

Þetta rauðvín er úr Grand Terroir línunni frá Gérard Bertrand og er blanda úr þremur suðurfrönskum þrúgum, Grenache, Syrah og Mourvédre. Hreinn og þroskaður rauður berjaávöxtur, svartar ólífur og kryddjurtir, kröftugt í munni, svolítið stíf tannín, gefið því tíma til að opna sig.

90%

2.999 krónur. Frábær Suður-Frakki, tilvalinn með lambi og kryddjurtum.

  • 9
Deila.