Árni sigraði á Íslandsmóti barþjóna í Gamla bíói

Árni Gunnarsson á Borg Restaurant stóð uppi sem sigurvegari í úrslitakeppni á Íslandsmóti barþjóna sem haldið var í Gamla bíó 8. febrúar.

Sigurdrykkurinn hét Gondor og er hægt að skoða uppskriftina hér. 

Keppnin hófst síðastliðinn fimmtudag við upphaf Reykjavík Cocktail Weekend og mættu 42 keppendur til leiks. Sjö þeirra komust áfram í úrslitakeppnina, auk Árna þau Leó Snæfeld hjá Bláa lóninu, Marcin frá Uno, Svavar Helgi Erluson frá Sushi Samba, Elna María Tómasdóttir frá Marbar, Guðmundur Sigtryggsson frá Hilton og Sigrún Guðmundsdóttir frá Hilton.

Líkt og í undanúrslitunum var þema úrslitakeppninnar kampavínskokteilar. Sigurvegarinn Árni Gunnarsson verður fulltrúi Íslands á heimsmeistaramóti barþjóna sem haldið verður í Tókýó síðar á árinu.

Auk Íslandsmótsins var einnig keppt um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn og í Íslandsmóti með frjálsri aðferð.

Deila.