Vinea Sauvignon Blanc 2015

vineaRueda, sem er steinsnar frá Ribera del Duero, einu besta rauðvínssvæði Spánar, er eitthvert mest spennandi hvítvínshéraðið þessa stundina, og þá erum við ekki bara að tala um Spán. Vínin frá Rueda eru tær, skörp, fersk og míneralísk.

Þessi Sauvignon Blanc frá Finca Museum er frábært dæmi um hvers vegna Rueda er að vekja jafnmikla athygli og raun ber vitni. Kröftugt og ferskt. í nefi sætur greipávöxtur og suðrænir ávextir sem fléttast saman við grösuga tóna, undir niðri míneralískt, mikil fylling í munni, ferskt og langt.

90%

1.999 krónur. Frábær kaup. Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

  • 9
Deila.