Montecillo Vina Cumbrero Crianza 2011

IMG_1120Cumbrero línan frá Bodegas Montecillo í Rioja er nokkuð ólík hinum hefðbundnu Montecillo-vínum, eikin er meira áberandi, vínin þykk og þroskuð. Hér er mikið krydd í nefi, vínið hefur dökkt, þroskað yfirbragð, sveskjur, dökk ber, reykur og vanilla. Mjúkt og þægilegt í munni, þykkt og feitt, nokkuð langt. Vel gert vín.

80%

1.899 krónur. Frábær kaup á þessu verð.

  • 8
Deila.