Suavi Soave Classico 2015

IMG_2207Þorpið Soave norður af Verona er ein helsta miðstöð hvítvínsframleiðslu á Ítalíu og í hjarta svæðisins má finna Soave Classico. Nafnið Soave mun koma af germönskum ættbálki er kallaði sig Svevía er flutti á þessar slóðir til forna og umbreyttist nafnið fyrst í Suavi og loks Soave. Suavi er líka vínhús Tessari-fjölskyldunnar. Hún hefur ræktað vínþrúgur í Soave frá því á nítjándu öld og árið 1982 stofnuðu hjónin Giovanni og Rosetta sitt eigið vínhús. Það er nú rekið af dætrum þeirra, þeim Meri, Valentínu og Alessöndru.

Tvær meginþrúgur má finna á svæðinu, Garganega og Trebbiano og Suavi Soave Classico er hreint Garganega. Það hefur fölan lit, ferska angan, sítrus, græn og gul epli, þurrt hey, smá krydd, í munni brakandi ferskt, skarpt og míneralískt. Unaðslegt matarvín.

90%

2.695 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.