Suavia Monte Carbonare 2014

img_2610Suavi er vínhús Tessari-fjölskyldunnar. Hún hefur ræktað vínþrúgur í Soave á norðurhluta Ítalíu frá því á nítjándu öld og árið 1982 stofnuðu hjónin Giovanni og Rosetta sitt eigið vínhús. Það er nú rekið af dætrum þeirra, þeim Meri, Valentínu og Alessöndru.

Monte Carbonare er nafnið á 12 hektara ekru efst á hæð í miðju Classico svæðinu og einnig einu besta víní hússins. Þetta hvítvín er 100% Garganega, þétt og feitt, sýrumikið. Í nefi sítrus, möndlur, krydd. Kraftmikið og míneralískt í munni, massað vín. Þetta er vín sem ætti líka að þola geymslu í einhver ár.

90%

3.350 krónur. Frábær kaup. Með t.d. skelfiski t.d. humarrisotto.

  • 9
Deila.