Coto de Imaz Gran Reserva 2008

img_2640Bestu vín Rioja eru vín sem þola langa geymslu og verða betri við geymslu. Sem betur fer eru vínhúsin í Rioja svo almennileg að taka það ómak af okkur að geyma vínin við misjafnar aðstæður og láta þau liggja við fullkomnar aðstæður í kjöllurum sínum þar til að þau eru tilbúin til neyslu að þeirra mati. Mikið væri þess nú óskandi að það væri raunin með vínhús á fleiri svæðum sem oftast reyna að koma vínum sínum út sem fyrst.

Vissulega er það skynsamlegt út frá rekstrarlegu sjónarmiði en þar sem að flestra vína er neytt ekki bara á sama ári og þau eru keypt heldur í sömu viku og jafnvel á sama degi þýðir það að oft erum við að neyta allt of ungra vína.

Coto de Imaz Gran Reserva er hins vegar ekki of ungt og þótt það sé farið að nálgast áratuginn í aldri eru alls engin þreytumerki á því. Það er vissulega farið að sýna smá þroska en sá þroski gefur því einungis meiri dýpt og karakter. Í nefinu eru dökk ber, þroskuð rifsber og sólber sem renna saman við kryddaða eikina, það er töluverð vanilla í nefinu, núggat og sætar ristaðar kaffibauni. Í munni kröftugt, nokkuð sýrumikið, mjúk tannín, langt.

90%

3.299 krónur. Frábær kaup. Meiriháttar matarvín.

  • 9
Deila.