Baron de Ley Reserva 2012

Vínin frá Baron de Ley í Rioja eru í „módern“-stílum frá héraðinu og virðast einhvern veginn undantekningarlaust ná að brillera.

Dökkrautt á lit, í nefi þroskuð rauð ber, kirsuber, skógarber, angan sæt, krydduð og aðlaðandi, ristaður viður, kókos og kaffi fléttast saman við ávöxtinn. Kröftugt, þétt en þó mjúkt í munni, flottur tannískur strúktúr, virkilega vel gert vín.

90%

2.699 krónur. Frábær kaup. Þetta er vín fyrir nautasteikur en tekur líka vel á móti íslensku lambi.

  • 9
Deila.