Coto de Imaz Gran Reserva 2010

Vínhúsin í Rioja geyma vínin fyrir okkur lengur en vín flestra annarra svæða og Gran Reserva eru þau vín sem bíða lengst á tunnu og síðar flösku áður en þau eru loks sett á markað. Það er því miður allt of algengt að vínin sem við erum að kaupa séu alltof ung og fæstir neytendur (ekki bara hér landi) geyma vínin sem eru keypt í vínbúðunum lengur en nokkra daga. Það er því ákveðin lúxus að fá vín sem hafa verið geymd fyrir okkur við kjöraðstæður í kjöllurum Rioja.

Þetta er klassískt Gran Reserva frá Coto. Sætur, þroskaður rifsberjaávöxtur í bland við vanillu, reyk, sæta eik. Mjög mjúkt í munni, nokkur sýra. Matarvín.

80%

3.299 krónur. Mjög góð kaup. Með grillaðri ribeye- eða T-bone-steik.

  • 8
Deila.