Poggio al Tesoro Solosole Vermentino 2015

Allegrini-fjölskyldan er ein af þekktustu vínfjölskyldum Veneto og hún hóf árið 2003 að rækta vín á landareigninni Poggio al Tesoro í Bolgheri í Toskana. Solosole er vín úr þrúgunni Vermentino sem er algeng á vesturströnd Ítalíu, Sardiniu og á Miðjarðarhafssvæðum Frakklands.

Fölgult, út í ljósguld. Þykk angan, sætur greipávöxtur og ferskjur, ljós blóm, ferskar kryddjurtir, þykkt í munni, sætur og djúpur ávöxtur, míneralískt, smá selta. Virkilega flott.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.