Nederburg The Winemasters Sauvignon Blanc 2015

Nederburg er eitt sögufrægasta vínhúsið á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku og getur rakið sögu sína lengra aftur í tímann en flest vínhús á hinum klassísku vínræktarsvæðum Evrópu.

Sauvignon Blanc nýtur sín ágætlega í Suður-Afríku og þetta er hið prýðilegasta sumarvín. Fölt á lit út í fölgrænt, suðrænir ávextir í nefi, sítrus, melóna, örlítið grösugt. Sætur ávöxtur í munni og ágæt, fersk sýra.

 

70%

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Sumarvín.

  • 7
Deila.