Solms Delta Shiraz 2015

Solms Delta er athyglisvert suður-afrískt vínhús í Franschoek á Höfðasvæðinu. Delta er eitt af elstu vínhúsum landsins með rúmlega þriggja alda sögu sem að vísindamaðurinn og prófessorinn Mark Solms keypti upp úr aldamótum. Hann hefur í samvinnu við Bretann RIchard Astor unnið að þvi að endurreisa vínhúsið og bæta í leiðinni fyrir sögulegar syndir í suður-afrískri víngerð á aðskilnaðartímanum. Þriðjungur hlutabréfa í vínhúsinu var falin sérstökum sjóði sem er ætlað að bæta líf afkomenda þeirra sem hafa unnið á vínekrum Delta jafnvel í þrældómi.

Vínið er dökkt með fjólubláum tónum, heitur og dökkur ávöxtur, krækiber, þroskaðar plómur, smá sveskjur, vottur af reyk, mjúkt og þétt.

70%

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fínt með grillkjötinu.

  • 7
Deila.