Fusional Pinot Noir 2015

Franska Búrgúndarþrúgan Pinot Noir er kresnari en margar aðrar á ræktunarsvæði utan heimaslóðanna. Það eru þó svæði þar sem hún unir sér mjög vel, þar á meðal í Oregon í Bandaríkjunum og í Marlborough á Nýja Sjálandi. Þaðan kemur einmitt þetta vín sem hefur þó enn franskari tengingu en bara í gegnum þrúguna því að það er víngerðarteymið frá Sancerre-húsinu Domaine Laporte sem stendur á bak við það. Og vissulega má greina ansi frönsk áhrif í víninu, töluverður búrgundarlegur fínleiki og að auki lífrænt ræktað líkt og Laporte-vínin heima í Frakklandi.

Fallega rautt, dökkt, angan þarf nokkurn tíma til að opnast, dökkrauður berjaávöxtur, kirsuber, bláberjamúffur, jörð, í munni þurrt, míneralískt, fínn sýrustrúktúr, þétt og flott.

 

 

90%

2.690 krónur. Frábær kaup. Fágað og fínt.

  • 9
Deila.