Two Oceans Sauvignon Blanc 2016

Two Oceans-vínin koma frá Suður-Afríku, eitt af vínum Distell-keðjunnar sem á mörg af betri vínhúsum landsins. Árstíðirnar á suðurhvelinu eru auðvitað speglun á þeim sem við þekkjum hér á norðurhvelinu og uppskera sumarsins 2016 þar syðra því á fyrri hluta ársins.

Þetta er ljúft og þægilegt Sauvignon Blanc, sætur sítrusávöxtur, lime og greip ásamt ferskjum, ferskt og þægilegt. Hið prýðilegasta sumarvín á ótrúlega góðu verði.

70%

1.599 krónur. Frábær kaup á þessu verði.

  • 7
Deila.