Ævintýraferð fyrir sælkera til Toskana

Hvaða áhugamann um mat og vín hefur ekki dreymt um að kynnast Toskana betur? Toskana hérað býr að ríkri matar- og vínhefð sem á sér langa sögu.Vínótekið, FA Travel og lúxusbúgarðurinn Villa Colletto hafa í sameiningu sett saman sannkallaða ævintýraferð fyrir sælkera.

Við dveljum á lúxusbúgarðinum Villa Colletto þar sem hægt er að flatmaga við sundlaugina og njóta útsýnis yfir stórbrotnar vínekrurnar og ólífulundina á hæðunum í kring.

Steingrímur Sigurgeirsson mun skipuleggja einstaka matar- og víndagskrá og fara með okkur í heimsóknir á bestu vínhús héraðsins. Þó mun gefast nægur tími til að liggja við laugina, fara á ströndina eða skella sér í dagsferð til borganna Flórens, Pisa eða Siena.

Í ferðinni gefst einnig einstakt tækifæri til að læra að töfra fram klassíska ítalska rétti á persónulegu matreiðslunámskeiði hjá ítalskri „nonna“ eða ömmu úr héraðinu.

Nánari

upplýsingar um ferðina fást með því að smella hér: 

 

Deila.