Adobe Merlot 2015

Emiliana er eitt þeirra vínhúsa í heiminum sem er leiðandi þegar kemur að lífrænt ræktuðum vínum og það á við um þetta Merlot-vín eins og önnur vín í Adobe-línunni.

Fjólublátt, í nefinu sæt bláber, plómur og fjólur, svolítið piprað og kryddað, sæt vanillustöng og mokkakaffi. Þægilega mjúkt og fínt.

 

80%

1.999 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum kjúkling.

  • 8
Deila.