Pata Negra Rioja 2012

Pata Negra eru vín sem framleidd eru af einu af stærstu vínhúsum Spánar, Garcia Carrion. Þetta eru ekki dýr vín, framleidd af afmörkuðum ekrum í litlu magni en hafa engu að síður vakið verulega athygli alþjóðlega á undanförnum árum fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

Vínið er farið að sýna byrjandi þroska í litnum, enda legið á tunnu í ein þrjú ár. Í nefinu sætur og kryddaður berjaávöxtur í bland við tóbakslauf og kaffi, viður, mjúkt og þægilegt, mild tannín. Dæmigert klassískt Rioja.

80%

2.299 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða. Með grilluðu nauti og lambi.

  • 8
Deila.