El Coto Blanco 2016

Spánverjar hafa löngum verið þekktastir fyrir rauðvínin en það er í hvítvínsframleiðslunni sem hvað stórstígustu framfarirnar hafa orðið allra síðustu árin og spænsk hvítvín eru nú oft með athyglisverðustu kaupunum. Það hefur til dæmis verið forvitnilegt að sjá þróunina á hvítvíninu frá Coto síðastliðinn áratug. Með hverju árinu hefur það orðið ferskara og betra og þessi nýjasti árgangur er alveg hreint frábær miðað við verð og fær þetta hvíta vín úr Viura-þrúgunni því nú hærri einkunn en við höfum áður gefið þessu víni. Fölgrænt á lit með frísklegri angan af sítrus, blómum og sætum, niðursoðnum perum, ágætis fylling og fersk og fín sýra.

80%

1.599 krónur. Frábær kaup, fordrykkur eða með léttum fiskréttum og sushi.

  • 8
Deila.