Trivento Cabernet Sauvignon Reserve 2016

Rauðvínin frá Mendoza eru yfirleitt ansi örugg kaup og þótt Malbec sé meginþrúga þar suðurfrá þá eru vín úr öðrum þrúgum, s.s. Cabernet Sauvignon, Syrah og jafnvel Pinot Noir ekki síður góð. Reserve-línan frá Trivento gefur ótrúlega mikið fyrir vín undir tvö þúsund krónum og það sem helst er hægt að „setja út á“ vín sem þetta er að það verður líklega drukkið áður en það fer að sýna sínar bestu hliðar, þetta er nefnilega vín sem mun halda áfram að batna næstu árin. Það er því alveg allt í lagi að geyma nokkrar flöskur fram á næsta sumar eða jafnvel lengur, ekki oft sem maður mæli með því fyrir vín í þessum verðflokki.

Mjög dökkur fjólublár litur, út í svarblátt, ágengur ilmur af þroskuðum bláberjum og krækiberjum, vanilla og viður, kryddað undir niðr, þétt og öflugt í munni, kröftug tannín en þó mjúkt.

80%

1.899 krónur. Frábær kaup. Vín með rauðu, grilluðu kjöti.

  • 8
Deila.