Cepa 21 í Ribera del Duero er í eigu Moro-fjölskyldunnar og er framarlega í bylgju nútímalegra Ribera-vína og er auðvitað gert úr þrúgunni Tinto Fino, sem að víða annars staðar á Spáni er nefnd Tempranillo.
Litur vínsins er mjög dökkur, svarblár og djúpur. Svört ber ríkjandi í nefi, krækiber og sólber, heit, svolítið krydduð, eikin þétt, dökkristaðar kaffibaunir og dökkt súkkulaði, kraftmikið og mikið um sig. Vínið er rétt að byrja, það á mörg ár eftir og hiklaust ætti að umhella því tímanlega áður en það er borið fram.
100%
3.599 krónur. Frábært vín, frábært verð. Með rauðu kjöti og villibráð.
-
10