Nino Franco Rustico

Þegar Prosecco er annars vegar eru fáir framleiðendur sem komast nálægt Nino Franco hvað gæði varðar. Þetta er með elstu vínhúsunum í Valdobbiadene, sem er hjarta Prosecco-svæðisins. Þar framleiðir nú þriðja kynslóð Franco-fjölskyldunnar freyðivín undirstjórn Primo Franco úr Glera-þrúgunni.

Rustico er það vín hússins sem hefur hvað mesta útbreiðslu, klassískur Prosecco, freyðir milt og þægilega, nefið einkennist af gulum eplum og ferskjum ásamt smá geri en einnig þurrkuðum kryddjurtum, jafnvel telaufum, mjúkt og feitt með mildri sætu.

90%

2.590 krónur. Frábær kaup. Yndislegur fordrykkur.

  • 9
Deila.