Gerard Bertrand Cabernet Sauvignon Réserve Spéciale 2016

Gerard Bertrand sem er einn athyglisverðasti víngerðarmaður Frakka þessa stundina hefur á undanförnum árum verið að færa vínrækt sína í Languedoc yfir í að vera lífefld og lífrænt vottuð. Þetta á líka við um vínin í Réserve Spéciale-línunni eins og þetta Cabernet Sauvignon, sem er nú gert í lífrænt ræktuðum þrúgum.

Þetta er ungt, mjög dökkt og kraftmikið vín, svolítið agressívt í fyrstu og þarf að fá að anda aðeins. Ávöxturinn í nefi er svartur, krækiber, sólber plómur, áberandi lakkrís og krydd. Í munni kraftmikið og þéttur tannískur strúktúr, þetta er ansi hreint flott og miið vín fyrir peninginn.

90%

2.299 krónur. Frábær kaup. Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða í þessum árgangi.

  • 9
Deila.