Montes Twins Red Blend 2015

Montes Twins var fyrst um sinn blanda úr tveimur þrúgum, Malbec og Cabernet Sauvignon sem mynduðu tvíburana á bak við vínið. Með þessum nýja árgangi hefur nokkur breyting orðið á – Aurelio Montes er búinn að skipta um gír í vínunu og velur nú þær fjórar þrúgur sem hann er ánægðastur með hverju sinni. Í þetta skipti eru það Cabernet, Carmenere, Syrah og Tempranillo, allar ræktaðar í Colchagua-dalnum í Chile.

Það verður að segjast eins og er að þetta er góð ákvörðun hjá Montes, vínið hefur töluvert meiri breidd og meira bit en fyrri árgangar. Það fyrsta sem mætir manni er krydduð, sviðin eik, kókos og vanilla, sætur rauður berjaávöxtur og plómur, feitt og mjúkt í munni en tannínin láta alveg vita af sér, þetta er ekki bitlaust vín. Mikill sjarmi í glasinu.

80%

2.199 krónur. Frábær kaup. Virkilega ánægjulegt að sjá þróunina í þessu víni. Tvíburarnir komnir á flug.

  • 8
Deila.