Vinea Tempranillo Crianza 2013

Cigales er eitt af mörgum víngerðarsvæðum Spánar sem nánast enginn hafði heyrt um fyrir nokkrum árum en eru nú að koma sér á kortið. Það er rétt fyrir norðan Valladolid, þar sem konungar Kastilíu höfðu aðsetur á miðöldum. Cigales er því steinsnar frá þekkari víngerðarsvæðum á borð við Ribera del Duero og Toro og rétt eins og þar er það þrúgan Tempranillo sem er ræktuð. Cigales-vínin eru hins vegar nokkuð frábrugðin, loftslagið er mjög þurrt og vínin fínlegri og strúktúreraðri en t.d. þau frá Toro og yfirleitt er notuð mun mini eik en í Ribera. Í Cigales er líka að finna mikið af mjög, mjög gömlum vínvið og því algengt að finna vín með mikla dýpt.

Þetta er rauðvín frá Bodega Museum er rauðfjólublátt á lit, nokkuð fersk angan af rauðum ávöxtum, kirsuberjum og döðlum, töluvert míneralískt, nokkuð kryddað. Ferskt, kröftugt, tær ávöxtur, nokkuð tannískt,

90%

2.398 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.