Gerard Bertrand Chardonnay Reserve 2016

Gerard Bertrand er einhver helsti frumkvöðullinn í vínrækt Suður-Frakklands og hann hefur verið að taka alla vínrækt sína smám saman í þá átt að vera lífrænt vottuð og lífefld eða „bíódýnamísk“. Það á þannig við um Chardonnay-vínið í Reserve-línunni sem nú er orðið lífrænt vottað.

Ljósgult á lit, með þægilegri, ferskri suðrænni ávaxtasangan, sítrus áberandi en einnig sætar aprikósur, milt í munni með örlítlu, þægilegu biti í ávextinum, ferskt og ungt.

80%

2.299 krónur. Frábær kaup. Sem fordrykkur eða með léttum sjávarréttum og skelfisk.

  • 8
Deila.