Hito 2015

Hito er yngsta vínið eða „Crianza“ frá nýbylgjuvínhúsinu Cepa 21 í Ribera del Duero á Spáni. Þið getið lesið nánar um þetta hérað og Cepa 21 með því að smella hér. Með yngsta víninu er átt við að það hefur ekki legið nærri því eins lengi í eikartunnum og „eldri“ vín á borð við Reserva.

Þetta er ungt vín og liturinn er dökkfjólublár og djúpur, það er kröftugt, ávöxturinn ágengur, dökk ber áberandi, sólber, kirsuber, eikin enn áberandi með reyk og vott af lakkrís, þétt og nokkuð mikið, kröftug tannín. Ágætt að umhella fyrir notkun.

80%

2.699 krónur. Frábær kaup. Með nauti.

  • 8
Deila.