Montecillo Crianza 2012

Vínin frá Montecillo þarf vart að kynna. Þessi Rioja-vín úr smiðju Osborne-fjölskyldunnar hafa notið mikillar lýðhylli hér á landi frá því að þau komu fyrst á markaðinn. Það er ekki verra að vínin hafa að undanförnu verið að ganga í gegnum eins konar endurnýjun lífdaga undir hinni styrku stjórn Rocio Osborne eins og sést vel á þessu Crianza-víni. Það er hægt að lesa nánar um síðustu heimsókn okkar til Montecillo hér.

Djúprauður litur, í nefi þykkt og þægilegt, rauðir ávextir, heitir, þroskaðir, vínið allnokkuð kryddað, negull og vindlakassi. Mjúkt í munni, þétt og þægileg tannín, fín fylling. Kjötvín.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup. Mikið vín fyrir peninginn. Með nautakjöti.

  • 8
Deila.