Rioja Bordon Blanco 2016

Vín frá Rioja hafa löngum átt hug og hjarta Íslendinga og eitt af nýjustu vinhúsunum þaðan sem okkur standa til boða í búðunum er Bodegas Franco-Espanolas. Það er þó ekki „nýtt“ vínhús heldur á sér langa sögu.

Hvítvínið í Rioja Bordon-linunni er hreinræktað Viura sem er ein af betri hvítvínsþrúgum þeirra Spánverja. Þetta er mjög týpískt og vel gert Viura-vín, fölgult á lit, áberandi perur, sítrus og ferskjur í nefi, ferskt með smá kryddbiti í munni.

80%

1.699 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.