Trivento Golden Reserve Malbec 2015

Golden Reserve línan frá Trivento hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi enda eru þarna á ferðinni hreint ótrúlega góð vín miðað við verð. Malbec-þrúgan er auðvitað fyrir löngu orðið helsta flaggskip víngerðarinnar í Argentínu og þar er nú ræktað mun meira af slíkum vínum en á upprunalegu heimaslóðum þrúgunnar í suðvesturhluta Frakklands.

Við hittum German de Cesare, víngerðarmanninn á bak við Golden Reserve-línuna í Argentínu í fyrra og mál lesa um þá heimsókn með því að smella hér.

2015 árgangurinn slær ekki slöku við, miðað við fyrri árganga. Dökkt, eikin framarlega í nefi, svört ber, krydduð og heit sólber, fjólur og kaffi, þétt, kröftug, mjúk tannín, langt og fókuserað. Vín sem þolir vel geymslu í einhver ár.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup, vín sem gott er að umhella 1-2 klukkustundum fyrir neyslu. Með nautakjöti eða mildri villibráð á borð vði hreindýr.

  • 9
Deila.