Louis M. Martini Sonoma County Cabernet Sauvignon 2014

Louis M. Martini er sögufrægt vínhús í Kaliforníu, eitt af þeim fyrstu til að gera tilraunir með þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon. Það er nú hluti af vínhúsateymi Gallo-fjölskyldunnar og vínin eru margrómuð. Þetta Cabernet frá Sonoma County er t.d. að mati Robert Parker og Wine Advocate með bestu Cabernet-kaupunum frá Kaliforníu.

Þetta er massívt og mikið vín, dökkt, sultað og kryddað. Þykk sólberja- og krækiberjaangan, kaffi og tóbakslauf, nokkuð eikað, mjög feitt og mikið, þetta er stórt vín.

80%

2.799 krónur. Frábær kaup. Vín sem ætti alveg að ráða við íslenska jólamatinn.

  • 8
Deila.