Pasas Monastrell 2015

Pasas Monastrell er all nokkuð öðruvísi útgáfu af Monastrell-þrúgunni en við erum vön. Vínið kemur frá Murcia á Spáni og þrúgurnar ekki tíndar fyrr en í nóvember þegar að þær eru farnir að þorna á runnunum, sem sagt breytast í eins konar rúsínur. Safinn sem kemur úr þeim þegar þær eru pressaðar er því samþjappaðri og sætari en úr hefðbundnum þrúgum, í raun nokkurn veginn sama lögmálið og gildir um vín á borð við Amaarone, Ripasso og Passito eða Appassimento á Ítalíu. Vínið er dökkfjólublátt á lit, krækiber í nefi, rúsínur og krydd og súkkulaði, það er nokkur sæta eftir og þetta er því vín sem þarf (og þolir) mat með smá sætu.

70%

2099 krónur. Mætti alveg reyna með íslenska jólamatnum og sætu meðlætinu.

  • 7
Deila.