Baron de Ley Gran Reserva 2011

Baron de Ley þarf vart að kynna og Gran Reserva er eitt af topp hefðbundnu vínunum þeirra og þetta er afbragðs Gran Reserva. Djúpt á lit en þroskuð litbrigði farin að sást, mjög þroskaður, dökkur ávöxturí nefi, ristuð amerísk eik áberandi í ilm og bragði, mikill kókos, súkkulaði og kaffi, það er smá „Bounty“-fílingur í víninu, í munni, mjúkt, langt, tannín kröftug en mjúk.

90%

3.599 krónur. Frábær kaup. Með góðri nautasteik, lambi eða hreindýri.

  • 9
Deila.