Brolio 2015

Ricasoli-fjölskyldan hefur stundað vínrækt við Brolio-kastala í bænum Gaiole in Chianti allt frá árinu 1141  og er því líklega elsta vínhús í heimi sem hefur verið í samfelldum rekstri sömu fjölskyldu. „Líklega“, því að Chateau de Goulaine í Loire í Frakklandi er eldra en hefur ekki stundað vínrækt jafnóslitið. Ricasoli-ættin kemur víða við í sögu toskanskrar víngerðar og það var einn af fulltrúum hinnar sem að á heiðurinn af hinni upprunalegu „Chianti-blöndu“, það er þrúgusamsetningu Chianti-vínanna.

Brolio 2015 er yndislegur Chianti, dökkur ávöxtur, seiðandi og kryddaður, telauf með örlitlum votti af anís, töluverð jörð, þroskuð og fín tannín, þéttur strúktúr með góðri sýru.

0%

3.449 krónur. Frábær kaup. Með nautasteikum.

Deila.