Bolla Pinot Grigio 2016

Vínhúsið Bolla á sér einnar og hálfrar aldar sögu en saga þess hófst þegar Abele Bolla hóf framleiðslu á Soave-vínum á síðari hluta nítjándu aldar. Í dag er Bolla eitt af þekktari vörumerkjum ítalskra vína, ekki síst í Bandaríkjunum, og er hluti af samstæðunni Gruppo Italiano Vini.

Þetta er létt og ferskt Pinot Grigio, fölt á lit, í nefi sítrus, perur og melóna, sýrumikið og þurrt.

60%

2.220 krónur. Sumarvín eða fordrykkur.

  • 6
Deila.