Coto Vintage Crianza 2014

Coto Vintage er eitt af vínunum sem El Coto, eitt af stóru húsunum í Rioja, framleiðir, gert í svolítið nútímalegri stíl heldur en hin klassísku vín hússins. Vínið er rauðleitt og eikin er áberandi í nefi, það fer ekki á milli mála að þetta vín hefur þroskast á tunnum úr amerískri eik, sæt vanilla, kókos og súkkulaði tekur á móti manni í nefinu í bland við nokkuð dökkan ávöxtinn, plómur og þroskuð kirsuber. Eikin og plómur halda áfram í munni, nokkuð kryddað, milt og mjúkt.

70%

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Með grillkjöti.

  • 7
Deila.