Pago de Cirsus Vendimia Seleccionada 2014

Vínin frá Navarra falla yfirleitt í skuggann af vínum nágrannahéraðsins Rioja, þau eru yfirleitt gerð úr Tempranillo-þrúgum og alla jafna töluvert risminni en Rioja-vínin. Það er þó ekki algilt. Pago de Cirsus er toppvínhús í Navarra sem Pago sem er eitt af örfáum vínhúsumSpánar sem að kemst í efsta flokk spænska vínflokkunarkerfisins eða D.O. Pago, sem er eins konar Grand Cru-kerfi er var sett á laggirnar með lagasetningu árið 2003. Pago-vínin lúta öðrum reglum en hin hefðbundnu vín héraðanna, m.a. þurfa vínin að vera í „chateau“-stíl, það er allar þrúgur séu ræktaðar innan landareignarinnar. Við heimsóttum Pago de Cirsus á sínum tíma og má lesa meira um þetta spennandi vínhús með því að smella hér.

Rauðvínið Vendimia Seleccionada er blanda úr þremur þrúgum, Tempranillo, Syrah og Merlot. Dimmrautt á lit og dimmrautt í nefi, heitur, kryddaður ávöxtur, margslungið og fágað, Dökk og sólbökuð ber, plómur, dökkt súkulaði og kaffi. Það er þykkt og þétt í munni, fínn strúktúr með silkimjúkum tannínum, kryddað en líka með ferskri sýru. Leyfið víninu að opna sig vel, umhellið gjarnan.

90%

2.490 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu ribeye eða T-Bone.

  • 9
Deila.