El Coto Verdejo 2017

Verdejo er þrúga sem lítur ört vaxandi vinsælda enda einstaklega fersk og aðgengileg, það er ekki að ósekju að henni er oft líkt við Sauvignon Blanc.

El Coto Verdejo er hvítvín þar sem einkenni Verdejo fá að njóta sín vel, ræktað í hæstu hæðum Rioja, um 800 mestra yfir sjávarmáli. Það er fölgult með ferskri og svolítið hvassri angan, sætur sítrus, lime og greipávöxtur, svolítið grösugt. Fersk og fín sýra í munni með mildum og sætum sítrusávexti.

80%

1.798 krónur. Frábær kaup í þessum verðflokki og einkunn tekur mið af því. Flott sem fordrykkur eða með grillaðri bleikju og sítrónu, ceviche eða sushi.

  • 8
Deila.