Ciú Ciú Tebaldo 2017

Marche er á austurströnd Ítalíu við Adríahafið, norður af Abruzzo. Þekktustu Marche-vínin eru líklega hvítu Verdicchio-hvítvínin frá Castelli di Jesi en hér er það hins vegar öðruvísi þrúgublanda, Chardonnay, Pinot Grigio og Sauvignon Blanc án þess þó að nokkur þeirra sé ríkjandi, vínið hefur sinn karakter. Ciú Ciú er fjölskyldurekin víngerð Bartolomei-fjölskyldunnar og hið óvenjulega nafn má reka til þess að Nicolo Bartolomei vildi minnast föður síns þegar að hann stofnaði víngerðina, en hann hafði lengi unnið hjá ítölsku járnbrautarlestunum.

Gullleitt á lit, örlítið skýjað, í nefi sætar perur, ástaraldin og jasmínblóm. Þykkur og smjörkenndur ávöxtur í munni og góður ferskleiki. Vín með mikinn karakter.

80%

2.431 króna. Mjög góð kaup. Með grilluðum fiski.

  • 8
Deila.