Torri Bakan Trebbiano d’Abruzzo 2016

Cantine Torri var upphaflega vínsamlag bænda í Montepulciano-héraðinu í suðurhluta Ítalíu, stofnað fyrir hálfri öld. Fyrir nokkrum árum festi hins vegar Gasparanni-fjölskyldan kaup á Torri og réðst í miklar fjárfestingar á ekrum og í víngerð auk þess að færa vínræktina yfir í lífrænar aðferðir. Nokkur vín frá þessu athyglisverða vínhúsi eru nú fáanleg í vínbúðunum, hvert öðru betra.

Hvítvínið Torri Bakan er gert úr Trebbiano d’Abruzzo-þrúgunni. Það er fölgult með þéttum og sítrusmiklum ilm, sítrónubörkur og smá „lemon curd“  og gular melónur í bland við blómaangan, míneralískt. Það er einstaklega þéttriðið, smjörkennt og feitt með þykkum og löngum ávexti en jafnframt góðri sýru. Ekta sjávarréttavín t.d. fyrir humarpasta.

90%

2.290 krónur. Frábær kaup. Mikið vín fyrir þetta verð. Með skelfisk og pasta.

  • 9
Deila.