Trapiche Perfiles Textura Fina Malbec 2016

Trapiche er með elstu og stærstu vínhúsum Argentínu og eins og gefur að skilja er Malbec-þrúgan fyrirferðarmikil í framleiðslunni og kemur af öllum og stærðum og gerðum frá Trapiche. Perfiles-vínin eru ræktuð við mismunandi aðstæður, Textura Fina eins og þetta vín heitir eru ræktuð í leirríkum jarðvegi. Vínið er mjög dökkt eins og ung Malbec-vín eru alla jafna og angan vínsins er eikuð og krydduð, sólber og bláber fléttast saman við kaffi, kanilstöng og myntu. Vínið er mjúkt og nokkuð heitt og áfengt, ávöxturinn sætur, kryddaður og þykkur.

80%

2.799 krónur. Frábær kaup. Mjúkur Malbec fyrir grillað kjöt.

  • 8
Deila.