Gerard Bertrand Cote des Roses Rosé 2017

Sumarið er vertíð rósavína þó vissulega geti þau átt við sem matarvín allt árið um kring. Fáir ef nokkrir gera betri rósavín en Suður-Frakkar og þetta vín frá Gérard Bertrand í Languedoc er blanda úr þremur þrúgum, Syrah, Grenache og Cinsault. Þetta er klassískur Suður-Frakki, liturinn laxableikur og í nefi angan af rauðum berjum, jarðarberjum og rifsberjum en líka vottur ferskum sítrusávexti. Þurrt og ferskt með smá kryddbiti.

80%

2.499 krónur. Frábær kaup. Sumar á flösku.

  • 8
Deila.