Poliziano Rosso di Montepulciano 2016

Vínhúsið Azienda Agricola Poliziano á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, sem þykir nú ekki ýkja mikið á heimaslóðum þess í Toskana á Ítalíu. Það hefur engu að síður fyrir löngu fest sig í sessi sem einn besti framleiðandi vín frá Montepulciano, jafnt Vino Nobile di Montepulciano sem hin yngri og einfaldarari Rosso di Montepulciano. Vínin frá Poliziano, þar á meðal toppvínið Asinone, voru fáanleg hér fyrir rúmum einum og hálfum áratug eða svo en hafa því mikiður ekki sést aftur fyrr en núna.

Rosso-vínið er blanda úr Sangiovese og smá Merlot og hluti þess hefur legið í nokkra mánuði á tunnum úr amerískri eik. Ungt og dökkt á lit, rauðfjólublátt með kryddaðri og berjamikilli angan. Skógarber, rifsber og krækiber, kryddað og jarðbundið, smá leður og sviti. Þetta er ungt og kröftugt ´vin og í byrjun er það tannískt og sýrumikið, borgar sig að gefa því tíma og jafnvel umhella.

90%

2.590 krónur. Frábær kaup. Með góðum pastaréttum og grilluðu kjöti.

  • 9
Deila.