Hardy’s William Hardy Shiraz Langhorne Creek 2015

Áströlsk vín hafa ekki verið eins áberandi á markaðnum síðustu árin og þau voru og maður er eiginlega svolítið farinn að sakna þess að fá stór og mikil Shiraz-vín frá andfætlingunum. Hér er eitt sem uppfyllir þá þörf algjörlega. Hardy’s var með fyrstu vínhúsunum sem við sáum frá Ástralíu á sínum tíma og þetta Shiraz-vín kemur svæði sem ekki hefur verið fyrirferðarmikið hér, Langhorne Creek sem er svæði innan Fleurieu-skagans suður af Adelaide í Suður-Ástralíu. Fullburða Shiraz, dökkur og kryddaður, þurrkuð dökk ber, bláberjasulta og sólber, nokkuð eikað með mjúkri og sætri vanillu. Þykkt, mjúkt og feitt.

80%

2.299 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu, vel meyrnuðu og bragðmiklu kjöti. Sérpöntun.

  • 8
Deila.