Torri Montepulciano d’Abruzzo 2016 BIB

Það hafa all nokkur vín frá svæðinu Marche á suðaustur-Ítalíu verið að koma í vínbúðirnar síðustu vikur og mánuði, m.a. frá Cantine Torri sem við höfum nýlega fjallað um. Cantine Torri var upphaflega vínsamlag bænda í Montepulciano-héraðinu í suðurhluta Ítalíu, stofnað fyrir hálfri öld. Fyrir nokkrum árum festi hins vegar Gasparanni-fjölskyldan kaup á Torri og réðst í miklar fjárfestingar á ekrum og í víngerð auk þess að færa vínræktina yfir í lífrænar aðferðir.

Eitt af vínunum er rauðvín úr Montepulciano-þrúgunni í þriggja lítra kassa eða „belju“ eins og sumir vilja kalla þessar umbúðir. Þetta er hið fínasta kassavín, dökkt og þétt á lit, þykkur og fínn dökkrauður berjaávöxtur, kirsuber og þroskaðar plómur, blómaangan og krydd. Það er þétt og mikið í munni með sætum og krydduðum berjaávexti.

80%

6.990 krónur eða sem samsvarar 1747 krónur á 75 cl. Frábær kaup.

  • 8
Deila.