Donnafugata Anthilia 2017

Donnafugata mætti þýða sem kona á flótta og nafnið sótti Rallo-fjölskyldan í skáldsögu Tomasi di Lampedusa um Maríu Karolínu drottningu er flúði til Marsala á Sikiley frá Napóli þegar að hersveitir Napóleon nálguðust. Vínhús Rallo-fjölskyldunnar hefur skipað sér í flokk með nýbylgjuvínhúsum á Sikiley, það er að segja vínhúsum sem hafa dregið vagninn í því að glæða hina hefðbundnu víngerð eyjunnar nýju lífi með nútímalegri nálgun og tækni.

Hvítvínið Anthilia er gert úr hinni sikileysku Cataratto-þrúgu, það er fölgult á lit og hefur ferska angan af gulum eplum, ferskjum, melónu og blómum. Það er létt og sólríkt yfir þessu víni sem nær þó að viðhalda góðum ferskleika, ávöxturinn er bjartur í munni sítruskenndari en í nefi og örlítið kryddaður.

80%

2.390 krónur. Frábær kaup. Með til dæmis grillaðri bleikju eða sushi.

  • 8
Deila.