Zonnebloem Cinsault 2016

Zonnebloem getur rakið sögu sína allt aftur til sautjándu aldar en þá hófst vínrækt á jörðinni þó svo að býlið Zonnebloem hafi ekki fengið nafnið „Sólblóm“ fyrr en um miðja nítjándu öld. Zonnebloem er í Stellenbosch á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku og hefur síðustu öld verið eitt af klassísku vínhúsunum þar. Þrúgan Cinsault er algeng við Miðjarðarhafið, ekki síst á heimaslóðum sínum í Frakklandi þar sem hún er algegn í blöndum með Carignan og Grenache í Languedoc-Rousillon og í rósavínum í Provence. Þrátt fyrir að hún sjáist sjaldan ein og sér þá er hún ein fjórða mest ræktaða rauðvínsþrúga Frakklands. Í Suður-Afríku hefur hún lengi verið ræktuð og algeng í blöndum með Cabernet Sauvignon. Í þessu rauðvíni frá Zonnebloem fær hún að standa ein og sér og stíll vínsins minnir að mörgu leyti á léttan nýjaheims-Pinot Noir. Bjartur og sætur rauður berjávöxtur, sultuð jarðarber og hindber, smá kryddbit og mjúk og þægileg áferð.

70%

1.999 krónur. Þægilegt og aðgengilegt rauðvín, sem hægt er að bjóða fram með flestum léttum réttum.

  • 7
Deila.